miðvikudagur, 27. júní 2007

Tíðindin 2

Stórtíðindin! Ég er búin að eignast systurson sem bróðir minn eignaðist;-) Soldið erfitt að venjast því að bræður mínir eigi börn en ekki bara systir mín (þarf oft að passa mig á þessari setningu) :-S hef líka verið móðursystir í 25 ár.


Litli prinsinn þeirra er örugglega fallegasta barn í heimi með svart hár og er alger bolla!


Hér er mynd af honum----------->


Hin tíðindin voru þau að síðastliðna viku fór fríður hópur tónlistarnemenda á tónlistarhátíðina Við Djúpið (á Ísafirði). Píanistarnir fengu hottíinn Vovka Ashkenazy sem kennara en sellistarnir töffarann Ella Blö. Þetta var hin skemmtilegasta og lærdómsríkasta ferð með frábæru fólki! Ferðin var í hnotskurn þannig að vaknað var um 7-leytið við vanillukaffilykt og Híbí vera að hlæja. Klukkan 8 var farið að æfa sig og svo hófst 4-5 tíma masterklassar. Eftir það var æft sig og farið í sólbað. Á eftir kvöldmatnum voru annaðhvort tónleikar, æfingar eða eitthvað annað...


Mikið var lagt uppúr matseldinni og myndaðist smá rígur á milli sellistanna og píanistanna hver væri betri í matargerð (sem píanistarnir unnu náttúrulega og voru líka helmingi færri;) en við sættumst nú öll undir lokin og játuðu píanistarnir að sellistarnir áttu sína góðu spretti líka.

ooog hér rétt á eftir koma svo myndir úr ferðinni...

miðvikudagur, 30. maí 2007

Mooooneeey...

Hey, Ég er loksins búin að fá vinnu! og á stað þar sem þið getið örugglega aldrei ímyndað ykkur að ég myndi vinna á, bara ekki séns! Trúi því varla sjálf. Allavega, sá staður heitir Grund og er fyrir aldrað fólk, þannig að ef þið eruð farin að hugsa til plásss þar, bjallið endilega í mig, ég redda málunum! Ef þið þurfið líka fótsnyrtingu þá eruði að tala við réttu manneskjuna! Sóbó er orðin aðstoðarkona í fótsnyrtingu takk fyrir.
Góða veðrið er líka komið þannig að það er greinilegt að einhver góður hafi lesið ósk mína. Fær hann óendanlegar þakkir fyrir!
Það sem hins vegar hefur á daga mína drifið eru rosalega skemmtilegir hlutir eins og spólukvöld, tónleikar, útskriftarveislur, partý, boð og bara allskonar gamangaman! (og auðvitað æfingar!)
En nú þarf að vinna, make some money;-)

sunnudagur, 27. maí 2007

Ósk

Sælsæl!
Mig langar í gott veður og vinnu í sumar, ef einhver getur reddað því þá er hann gersemin ein...

laugardagur, 12. maí 2007

12. maí 2007

Úff, nú er ég sko komin í frí frá skóla og öllu og veit barasta ekkert hvað ég á af mér að gera.

Veit ekki einu sinni hvað er framundan, vona að ég fái einhverja vinnu:-S ef þið vitið um einhverja vel borgaða vinnu sem er skemmtileg megiði endilega láta mig vita:-)

Já ég er kannski pínu sorgleg að vera að blogga á laugardagsnóttu þegar það er kosningavaka og eurovisionpartý út um allt. Var samt að koma úr einu slíku partýi þar sem næstum bara píanistar voru (surprise, surprise;) allavega voða skemmtilegt en er orðin soldið sybbin núna (samt að blogga á meðan ég hlusta á kosningasjónvarpið með öðru eyranu;)

Núna langar mig mest í heiminum að fara út í heiminn (hoho) þar sem heitt er og gott, er búin að fá nóg af þessum kulda alltaf hreint. Kannski verður það planið á næstunni hver veit...

Jæja þetta er orðin ein leiðinlegasta bloggfærsla sem ég hef skrifað, ætti að fara að hætta þessu er líka að deyja úr þreytu núna..af hverju er ég að þessu?

Mig langar samt að koma með eina pælingu um Eurovisionið sem margir hafa líka talað um. Hvað er málið með að Evrópa kýs næstum bara nágrannaþjóðir sínar? Þá er ég líka sérstaklega að tala um Litlu ríkin/löndin í Austur-Evrópu kjósa bara hvert annað svo við komumst einfaldlega aldrei áfram. Þetta er algjört hallæri!


kusuði :D eða :S ? heeeheeehee...


Hér kemur svo mynd af öllum sætu píanistunum úr LHÍ

sunnudagur, 29. apríl 2007

Tónleikar

Ég ætlaði nú bara að koma með pinkuponsu plögg hér inn. Þannig er nú mál með vexti að næstkomandi fimmtudag eða þann 3. maí held ég sólótónleika í Listaháskólanum, þeir hefjast klukkan 18 og allir eru velkomnir! Ég mun spila þar Bach konsert í f-moll og Liszt -Petrarcha sonnettu 104. Einnig koma fram Veronika Osterhammer söngkona og eitt Beethoven tríó en Hulda, Helene Inga og Ingunn skipa það tríó. ... sem sagt voða skemmtó:-)
Ég veit líka að Freydís heldur sína burtfarartónleika á þessum degi kl.20 en þetta gæti nú alveg verið ágætis forleikur fyrir þá:-D

jæja nóg komið af plöggi í bili
síjú guys.

þriðjudagur, 3. apríl 2007

HIIITI...

Hallóhalló.
Nú er maður kominn með flensuna, eða allavega tæplega 39 stiga hita, veit ekki hvað er að mér!
Þarf að skila 2 ritgerðum í næstu viku og svo eru tónleikar eftir mánuð. Af hverju þarf ég að fá þetta á svona óheppilegum tíma, ég er mjög sjaldan svona veik, næstum aldrei.
Þessi helgi er búin að vera mjög annasöm, á fimmtudaginn fór ég í óperuna að sjá óperustúdíóið, vá hvað það var bæði sorglegt og skemmtilegt í senn... kíkti í smá hóf eftir það en stoppaði ekki lengi þar. Á föstudaginn fór ég á æfingar, tónleika og afmæli til Örnu Daggar og svo á laugardaginn var afmæli hjá Gunnari. Rosa skemmtilegt allt saman, en kannski hefur þetta verið einum of mikið þar sem ég er löggst í bólið nú:-(

Ég er búin að setja fullt af nýjum myndum inn á myndaalbúmið mitt, þótt fyrr hefði verið en ég er sem sagt búin að setja...Afmæli Röggu Pé, Önnu Sóleyjar, Örnu Daggar, Gunnars, -2 LHí partý, Menningarnótt 2006, Mozart tónleika myndir, Vínarballið 2007, útskriftarveisluna mína, matarboðsmyndir og síðast en ekki síst Parísar myndir... svo bara VOILA!

þriðjudagur, 27. mars 2007

Rue des Anglais

Hallóhalló, ég er sko komin til Parísar, kom alveg á laugardaginn! Er sem sagt á lífi, það varð ekkert flugslys og ég dó heldur ekki á leiðinni. Það er búið að vera svo gaman þannig að ég hef ekki haft neinn tíma fyrir bloggskrif, fer á morgun heim:-( GLATÓ
Þetta er ein fallegasta og rómantískasta borg sem ég hef séð fyrir utan náttlega Sólborgina! neei djóók, lélegt djók:-S Þetta er samt bara svo alltof stuttur tími til að vera í þessari borg, 4 dagar. Glætan að maður geti séð allt, það er svo eendalust mikið að skoða. Hafstján búa á svo roosalega hentugum stað, nær allt í göngufjarlægð, Louvre, Bastillan, Notre Dame og fleira og fleira... læt hér fylgja með síðu um þennan stað, sem H&K bjuggu til en er enn í vinnslu http://lucotecia.blogspot.com/ alveg geggjað! (er til leigu í sumar, endilega skellið ykkur!)
Minns er búin að fara að sjá Eiffel-turninn, allt það sem talið er fyrir ofan, Mýrina, Louxembourgargarðinn og að sjálfsögðu aðalverslunargötuna...verslaði samt ekki neitt... (not;)

Við fórum á píanótónleika í gær hjá honum Volodin sem var alveg klikkað góður og tók ein 4 aukalög. Ég rétt missi samt af LangLang sem kemur og spilar á laugardaginn næsta. Mér finnst að þeir ættu nú bara að koma til Íslands!

Kaffihúsin og restaurantinn eru stunduð á nær hverjum degi, og svo líka matur að hætti Kristjáns sem er alveg ómetanlegt! Kannski maður verði ófrískur eftir þessa ferð, svo mikill matur;-)
Já, eftirrétturinn bíður svo ég kveð ykkur að sinni.
Sjáumst á Íslandinu
kv. Sóbó