þriðjudagur, 27. febrúar 2007

Gullígull


Þessi helgi var alveg makalaus, ég var sjálf bæði makalaus og makalaus! Sóbbslan var sem sagt makalaus á dansgólfinu að dansa við aðra maka. haha nei ég er ekki í því að stela mökum - þið haldið örugglega að ég sé bara going crazy.... aldeilis ekki;)

Ég er auðvitað að tala um Vínarballið og DANSKORTIÐ góða-sem skýrir nú allt;) (Það er eins og gamall draumur hafi ræst, því á yngri árum dreymdi mig einmitt um að klæðast síðum kjólum og að dansa valsa undir LIVE strengjasveit) Fullt af góðum gestum mættu á dansiballið sem var líka draumi líkast en þá er ég að tala sérstaklega um Bestafólkið: Tónóingana og GUnnu!

Áður en haldið var á ballið héldu píanistarnir ásamt einum klarínettuleikara smá nöllakvöld heima hjá henni Möttu og horfðum á píanistann Sokolov (að mig minnir) drukkum vín og borðuðum pizzu og osta. Kósý byrjun á undan því makalausa.

Stutt stopp var gert í bænum um nóttina en leiðir okkar Birnu skildust að Vegamótum. Þannig endaði sú saga og fylgir hér ein mynd með.

miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Nýja Píanóboggan

HÆJ!
Píanóboggan er komin aftur, en bara í öðrum lit:D
Kannski hún gefi mér andann aftur?!