sunnudagur, 29. apríl 2007

Tónleikar

Ég ætlaði nú bara að koma með pinkuponsu plögg hér inn. Þannig er nú mál með vexti að næstkomandi fimmtudag eða þann 3. maí held ég sólótónleika í Listaháskólanum, þeir hefjast klukkan 18 og allir eru velkomnir! Ég mun spila þar Bach konsert í f-moll og Liszt -Petrarcha sonnettu 104. Einnig koma fram Veronika Osterhammer söngkona og eitt Beethoven tríó en Hulda, Helene Inga og Ingunn skipa það tríó. ... sem sagt voða skemmtó:-)
Ég veit líka að Freydís heldur sína burtfarartónleika á þessum degi kl.20 en þetta gæti nú alveg verið ágætis forleikur fyrir þá:-D

jæja nóg komið af plöggi í bili
síjú guys.

þriðjudagur, 3. apríl 2007

HIIITI...

Hallóhalló.
Nú er maður kominn með flensuna, eða allavega tæplega 39 stiga hita, veit ekki hvað er að mér!
Þarf að skila 2 ritgerðum í næstu viku og svo eru tónleikar eftir mánuð. Af hverju þarf ég að fá þetta á svona óheppilegum tíma, ég er mjög sjaldan svona veik, næstum aldrei.
Þessi helgi er búin að vera mjög annasöm, á fimmtudaginn fór ég í óperuna að sjá óperustúdíóið, vá hvað það var bæði sorglegt og skemmtilegt í senn... kíkti í smá hóf eftir það en stoppaði ekki lengi þar. Á föstudaginn fór ég á æfingar, tónleika og afmæli til Örnu Daggar og svo á laugardaginn var afmæli hjá Gunnari. Rosa skemmtilegt allt saman, en kannski hefur þetta verið einum of mikið þar sem ég er löggst í bólið nú:-(

Ég er búin að setja fullt af nýjum myndum inn á myndaalbúmið mitt, þótt fyrr hefði verið en ég er sem sagt búin að setja...Afmæli Röggu Pé, Önnu Sóleyjar, Örnu Daggar, Gunnars, -2 LHí partý, Menningarnótt 2006, Mozart tónleika myndir, Vínarballið 2007, útskriftarveisluna mína, matarboðsmyndir og síðast en ekki síst Parísar myndir... svo bara VOILA!