miðvikudagur, 30. maí 2007

Mooooneeey...

Hey, Ég er loksins búin að fá vinnu! og á stað þar sem þið getið örugglega aldrei ímyndað ykkur að ég myndi vinna á, bara ekki séns! Trúi því varla sjálf. Allavega, sá staður heitir Grund og er fyrir aldrað fólk, þannig að ef þið eruð farin að hugsa til plásss þar, bjallið endilega í mig, ég redda málunum! Ef þið þurfið líka fótsnyrtingu þá eruði að tala við réttu manneskjuna! Sóbó er orðin aðstoðarkona í fótsnyrtingu takk fyrir.
Góða veðrið er líka komið þannig að það er greinilegt að einhver góður hafi lesið ósk mína. Fær hann óendanlegar þakkir fyrir!
Það sem hins vegar hefur á daga mína drifið eru rosalega skemmtilegir hlutir eins og spólukvöld, tónleikar, útskriftarveislur, partý, boð og bara allskonar gamangaman! (og auðvitað æfingar!)
En nú þarf að vinna, make some money;-)

sunnudagur, 27. maí 2007

Ósk

Sælsæl!
Mig langar í gott veður og vinnu í sumar, ef einhver getur reddað því þá er hann gersemin ein...

laugardagur, 12. maí 2007

12. maí 2007

Úff, nú er ég sko komin í frí frá skóla og öllu og veit barasta ekkert hvað ég á af mér að gera.

Veit ekki einu sinni hvað er framundan, vona að ég fái einhverja vinnu:-S ef þið vitið um einhverja vel borgaða vinnu sem er skemmtileg megiði endilega láta mig vita:-)

Já ég er kannski pínu sorgleg að vera að blogga á laugardagsnóttu þegar það er kosningavaka og eurovisionpartý út um allt. Var samt að koma úr einu slíku partýi þar sem næstum bara píanistar voru (surprise, surprise;) allavega voða skemmtilegt en er orðin soldið sybbin núna (samt að blogga á meðan ég hlusta á kosningasjónvarpið með öðru eyranu;)

Núna langar mig mest í heiminum að fara út í heiminn (hoho) þar sem heitt er og gott, er búin að fá nóg af þessum kulda alltaf hreint. Kannski verður það planið á næstunni hver veit...

Jæja þetta er orðin ein leiðinlegasta bloggfærsla sem ég hef skrifað, ætti að fara að hætta þessu er líka að deyja úr þreytu núna..af hverju er ég að þessu?

Mig langar samt að koma með eina pælingu um Eurovisionið sem margir hafa líka talað um. Hvað er málið með að Evrópa kýs næstum bara nágrannaþjóðir sínar? Þá er ég líka sérstaklega að tala um Litlu ríkin/löndin í Austur-Evrópu kjósa bara hvert annað svo við komumst einfaldlega aldrei áfram. Þetta er algjört hallæri!


kusuði :D eða :S ? heeeheeehee...


Hér kemur svo mynd af öllum sætu píanistunum úr LHÍ