þriðjudagur, 27. mars 2007

Rue des Anglais

Hallóhalló, ég er sko komin til Parísar, kom alveg á laugardaginn! Er sem sagt á lífi, það varð ekkert flugslys og ég dó heldur ekki á leiðinni. Það er búið að vera svo gaman þannig að ég hef ekki haft neinn tíma fyrir bloggskrif, fer á morgun heim:-( GLATÓ
Þetta er ein fallegasta og rómantískasta borg sem ég hef séð fyrir utan náttlega Sólborgina! neei djóók, lélegt djók:-S Þetta er samt bara svo alltof stuttur tími til að vera í þessari borg, 4 dagar. Glætan að maður geti séð allt, það er svo eendalust mikið að skoða. Hafstján búa á svo roosalega hentugum stað, nær allt í göngufjarlægð, Louvre, Bastillan, Notre Dame og fleira og fleira... læt hér fylgja með síðu um þennan stað, sem H&K bjuggu til en er enn í vinnslu http://lucotecia.blogspot.com/ alveg geggjað! (er til leigu í sumar, endilega skellið ykkur!)
Minns er búin að fara að sjá Eiffel-turninn, allt það sem talið er fyrir ofan, Mýrina, Louxembourgargarðinn og að sjálfsögðu aðalverslunargötuna...verslaði samt ekki neitt... (not;)

Við fórum á píanótónleika í gær hjá honum Volodin sem var alveg klikkað góður og tók ein 4 aukalög. Ég rétt missi samt af LangLang sem kemur og spilar á laugardaginn næsta. Mér finnst að þeir ættu nú bara að koma til Íslands!

Kaffihúsin og restaurantinn eru stunduð á nær hverjum degi, og svo líka matur að hætti Kristjáns sem er alveg ómetanlegt! Kannski maður verði ófrískur eftir þessa ferð, svo mikill matur;-)
Já, eftirrétturinn bíður svo ég kveð ykkur að sinni.
Sjáumst á Íslandinu
kv. Sóbó

föstudagur, 23. mars 2007

Blogga næst í Parísinni! (ef ég verð þá á lífi;)
Au Revoir.

miðvikudagur, 14. mars 2007

Flug...

Úff, er að fara alveg ein til Parísar þann 24. mars.
Þrír og hálfur tími í flugi fyrir þá flughræddu mig:-S
Mér finnst alveg nóg að fljúga ein í tæpa 2 tíma, hef aðeins flogið til Glasgow síðastliðnu 8 ár:-/
Það verður allavegana mjööög skemmtilegt þegar komið verður á staðinn, sérstaklega þegar ég ætla að vera með brjáluð læti þegar Hafdís og Kristján eru að æfa sig, rústa íbúðinni þeirra og láta þau þjóna mér...MÚHAHAHAHHHAHA!
Nei, ég er ekki að fara að vera svona brjáluð Hafdís mín, ég verð voða þæg og þjóna ykkur í staðinn;-)
Í þetta skiptið ætla ég EKKI að láta flughræðsluna buga mig, vera bara chilluð á því:-D
góð ráð eru samt þegin ef einhver kann við þetta vandamál mitt?

miðvikudagur, 7. mars 2007

Skólinn

Í nótt dreymdi mig að ég væri að stjórna barrokkstrengjasveitinni í Listaháskólanum og að ég væri að spila á fiðlu í annarri strengjasveit. Gæti þetta kannski verið af því ég er í barrokknámskeiði og í kórstjórn og ég spila með fiðlu?
Þetta var ekkert alltof þægilegur draumur þar sem ég kann engan veginn að spila á fiðlu, en þarna átti ég að lesa bara af blaði eins og ekkert sé! og hvað þá að stjórna heilli strengjasveit, kann rétt svo að slá takt. Pínu absúrt!