þriðjudagur, 27. mars 2007

Rue des Anglais

Hallóhalló, ég er sko komin til Parísar, kom alveg á laugardaginn! Er sem sagt á lífi, það varð ekkert flugslys og ég dó heldur ekki á leiðinni. Það er búið að vera svo gaman þannig að ég hef ekki haft neinn tíma fyrir bloggskrif, fer á morgun heim:-( GLATÓ
Þetta er ein fallegasta og rómantískasta borg sem ég hef séð fyrir utan náttlega Sólborgina! neei djóók, lélegt djók:-S Þetta er samt bara svo alltof stuttur tími til að vera í þessari borg, 4 dagar. Glætan að maður geti séð allt, það er svo eendalust mikið að skoða. Hafstján búa á svo roosalega hentugum stað, nær allt í göngufjarlægð, Louvre, Bastillan, Notre Dame og fleira og fleira... læt hér fylgja með síðu um þennan stað, sem H&K bjuggu til en er enn í vinnslu http://lucotecia.blogspot.com/ alveg geggjað! (er til leigu í sumar, endilega skellið ykkur!)
Minns er búin að fara að sjá Eiffel-turninn, allt það sem talið er fyrir ofan, Mýrina, Louxembourgargarðinn og að sjálfsögðu aðalverslunargötuna...verslaði samt ekki neitt... (not;)

Við fórum á píanótónleika í gær hjá honum Volodin sem var alveg klikkað góður og tók ein 4 aukalög. Ég rétt missi samt af LangLang sem kemur og spilar á laugardaginn næsta. Mér finnst að þeir ættu nú bara að koma til Íslands!

Kaffihúsin og restaurantinn eru stunduð á nær hverjum degi, og svo líka matur að hætti Kristjáns sem er alveg ómetanlegt! Kannski maður verði ófrískur eftir þessa ferð, svo mikill matur;-)
Já, eftirrétturinn bíður svo ég kveð ykkur að sinni.
Sjáumst á Íslandinu
kv. Sóbó

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

OMG!!! Öfund!! Ég gæfi hárið á mér til að komast til Parísar... Það er frábært að þú ert búin að skemmta þér vel þarna í Paris, ein af uppáhaldsborgunum mínum :D
Sjáumst við ekki í afmælinu hennar Örnu Daggar?
bisous, a bientôt
Nína

Nafnlaus sagði...

Haha, ertu nokkuð orðin sköllótt?
Já þetta er ein frábærasta borg í heimi, hlýtur að vera!
En jú of course sjáumst við þar!