þriðjudagur, 3. apríl 2007

HIIITI...

Hallóhalló.
Nú er maður kominn með flensuna, eða allavega tæplega 39 stiga hita, veit ekki hvað er að mér!
Þarf að skila 2 ritgerðum í næstu viku og svo eru tónleikar eftir mánuð. Af hverju þarf ég að fá þetta á svona óheppilegum tíma, ég er mjög sjaldan svona veik, næstum aldrei.
Þessi helgi er búin að vera mjög annasöm, á fimmtudaginn fór ég í óperuna að sjá óperustúdíóið, vá hvað það var bæði sorglegt og skemmtilegt í senn... kíkti í smá hóf eftir það en stoppaði ekki lengi þar. Á föstudaginn fór ég á æfingar, tónleika og afmæli til Örnu Daggar og svo á laugardaginn var afmæli hjá Gunnari. Rosa skemmtilegt allt saman, en kannski hefur þetta verið einum of mikið þar sem ég er löggst í bólið nú:-(

Ég er búin að setja fullt af nýjum myndum inn á myndaalbúmið mitt, þótt fyrr hefði verið en ég er sem sagt búin að setja...Afmæli Röggu Pé, Önnu Sóleyjar, Örnu Daggar, Gunnars, -2 LHí partý, Menningarnótt 2006, Mozart tónleika myndir, Vínarballið 2007, útskriftarveisluna mína, matarboðsmyndir og síðast en ekki síst Parísar myndir... svo bara VOILA!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það eru allir í einhverru flensu þessa dagana. en það góða við að vera veikur um páskana er að þú getur borðað óheyrilega mikið af páskaeggjum og sagt að þetta séu bara veikindin að tala.

Ragnhildur Pé sagði...

hey takk Sólborg fyrir að hafa myndavélina með í afmælið mitt maður! ég alveg steingleymdi að taka myndir sjálf, sko!

Nafnlaus sagði...

haha já Anna Sigga, en ég er hætt að vera veik núna:-)

Það er ekki einu sinni mynd af afmælisbarninu sjálfu, fyrir utan einhverja fjarlæga hausmynd af þér og þetta eru mjög fáar myndir, þetta er bara skammarlegt! SORRY Ragnhildur!