laugardagur, 12. maí 2007

12. maí 2007

Úff, nú er ég sko komin í frí frá skóla og öllu og veit barasta ekkert hvað ég á af mér að gera.

Veit ekki einu sinni hvað er framundan, vona að ég fái einhverja vinnu:-S ef þið vitið um einhverja vel borgaða vinnu sem er skemmtileg megiði endilega láta mig vita:-)

Já ég er kannski pínu sorgleg að vera að blogga á laugardagsnóttu þegar það er kosningavaka og eurovisionpartý út um allt. Var samt að koma úr einu slíku partýi þar sem næstum bara píanistar voru (surprise, surprise;) allavega voða skemmtilegt en er orðin soldið sybbin núna (samt að blogga á meðan ég hlusta á kosningasjónvarpið með öðru eyranu;)

Núna langar mig mest í heiminum að fara út í heiminn (hoho) þar sem heitt er og gott, er búin að fá nóg af þessum kulda alltaf hreint. Kannski verður það planið á næstunni hver veit...

Jæja þetta er orðin ein leiðinlegasta bloggfærsla sem ég hef skrifað, ætti að fara að hætta þessu er líka að deyja úr þreytu núna..af hverju er ég að þessu?

Mig langar samt að koma með eina pælingu um Eurovisionið sem margir hafa líka talað um. Hvað er málið með að Evrópa kýs næstum bara nágrannaþjóðir sínar? Þá er ég líka sérstaklega að tala um Litlu ríkin/löndin í Austur-Evrópu kjósa bara hvert annað svo við komumst einfaldlega aldrei áfram. Þetta er algjört hallæri!


kusuði :D eða :S ? heeeheeehee...


Hér kemur svo mynd af öllum sætu píanistunum úr LHÍ

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var fín færsla Sólborg mín ;)
það er alltaf gaman að lesa fréttir af þér :D
Ætlaru ekki að koma í afmælið mitt næsta lau :D It'll be great!!!
kossar og knús
Nína

Nafnlaus sagði...

Hæ, já takk fyrir boðskortið, ógó flott;-)
jú ég ætla að reyna að mæta!

Nafnlaus sagði...

Hæ, bara búin að blogga!
Meira að segja ég líka :)
Við ættum að fara í sameiginlegt átak í bloggheiminum.
Gaman að sjá samheldnina í hópi ykkar píanónemendanna!
Svona erum við sellóin í Tónó líka :)