miðvikudagur, 27. júní 2007

Tíðindin 2

Stórtíðindin! Ég er búin að eignast systurson sem bróðir minn eignaðist;-) Soldið erfitt að venjast því að bræður mínir eigi börn en ekki bara systir mín (þarf oft að passa mig á þessari setningu) :-S hef líka verið móðursystir í 25 ár.


Litli prinsinn þeirra er örugglega fallegasta barn í heimi með svart hár og er alger bolla!


Hér er mynd af honum----------->


Hin tíðindin voru þau að síðastliðna viku fór fríður hópur tónlistarnemenda á tónlistarhátíðina Við Djúpið (á Ísafirði). Píanistarnir fengu hottíinn Vovka Ashkenazy sem kennara en sellistarnir töffarann Ella Blö. Þetta var hin skemmtilegasta og lærdómsríkasta ferð með frábæru fólki! Ferðin var í hnotskurn þannig að vaknað var um 7-leytið við vanillukaffilykt og Híbí vera að hlæja. Klukkan 8 var farið að æfa sig og svo hófst 4-5 tíma masterklassar. Eftir það var æft sig og farið í sólbað. Á eftir kvöldmatnum voru annaðhvort tónleikar, æfingar eða eitthvað annað...


Mikið var lagt uppúr matseldinni og myndaðist smá rígur á milli sellistanna og píanistanna hver væri betri í matargerð (sem píanistarnir unnu náttúrulega og voru líka helmingi færri;) en við sættumst nú öll undir lokin og játuðu píanistarnir að sellistarnir áttu sína góðu spretti líka.

ooog hér rétt á eftir koma svo myndir úr ferðinni...

7 ummæli:

Sóbó sagði...

og það er komið nýtt myndaalbúm sem heitir Fotki.com og þar eru allar Ísafjarðarmyndirnar.
Set allar myndir inná Fotka í framtíðinni..

Nafnlaus sagði...

Vei skemmtilegar myndir:)
Minnst uppáhalds er samt þegar ég er sofandi á sófanum:P

Nafnlaus sagði...

Góðar myndir og mikið af flöskum... sem ATÓN gaurarnir áttu að sjálfsögðu!!

En píanistar verða að viðurkenna að kjúklingurinn var nú ekki beint heimatilbúinn...

Hins vegar var sellóspagettíið okkar handverk frá upphafi til enda!

Ásta og Ernir sagði...

Haha það er rétt! Við lögðum gífurlega vinnu í þetta blessaða spagettí.

Ásta og Ernir sagði...

Haha það er rétt! Við lögðum gífurlega vinnu í þetta blessaða spagettí.

Ásta og Ernir sagði...

Hey hey hvar eru Emblu-bústaða myndirnar!?

Nafnlaus sagði...

ég held að Höskuldur Tinni verði fermdur áður en þú munt blogga á ný.